Kjaramál
Kjarasamningar við tónlistakennara í FÍH samþykktir með miklum meirihluta
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga sem samninganefnd sveitarfélaga og tónlistarkennarar í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) undirrituðu þann 18. október síðastliðinn er nú lokið.
Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða, eða 88,46%. Nei sögðu 11,21%. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2024 til 31. mars 2028.
Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.