Stjórn Sambandsins
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kosin á næsta landsþingi sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Í stjórn eiga sæti ellefu aðilar sem öll hafa fengið kosningu í sveitarstjórn síns sveitarfélags. Formaður sambandsins er kjörinn sérstaklega. Við kjör í stjórn er landinu skipt upp í fimm kjörsvæði sem taka mið af skiptingu landsins í kjördæmi vegna Alþingiskosninga með þeirri undantekningu að Reykjavík er eitt kjörsvæði.
Formaður stjórnar er kjörinn í sérstakri kosningu. Heiða Björg Hilmisdóttir var kjörin formaður kjörtímabilið 2022-2026 í kosningu sem hófst 15. ágúst 2022 og lauk 14 dögum síðar, 29. ágúst.
Reykjavíkurkjördæmi
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður (S)
Varamaður: Dagur B. Eggertsson (S)
Einar Þorsteinsson (B)
Varamaður: Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B)
Hildur Björnsdóttir (D)
Varamaður: Kjartan Magnússon (D)
Suðvesturkjördæmi
Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfjörður (D)
Varamaður: Hjördís Ýr Johnson, Kópavogsbær (D)
Guðmundur Ari Sigurjónsson, Seltjarnarnesbær (S)
Varamaður: Sigrún Sverrisdóttir, Hafnarfjarðarkaupstaður (S)
Norðvesturkjördæmi
Einar Brandsson, Akraneskaupstaður (D)
Varamaður: Júníana Björg Óttarsdóttir, Snæfellsbæ (D)
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbær (Í)
Varamaður: Álfhildur Leifsdóttir, Skagafjörður (V)
Norðausturkjördæmi
Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð (D)
Varamaður: Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing (D)
Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð (B)
Varamaður: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Akureyrarbær (B)
Suðurkjördæmi
Margrét Ólöf A. Sanders, Reykjanesbær (D)
Varamaður: Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð (T)
Walter Fannar Kristjánsson, Flóahreppur (I)
Varamaður: Ásgerður K. Gylfadóttir, Svf. Hornafjörður (B)
Stjórnarkjör
Kjörgengir í stjórn sambandsins eru allir aðalmenn og varamenn í sveitarstjórnum. Missi stjórnarmaður umboð til setu í stjórninni tekur varamaður sæti hans til næsta landsþings sem kýs nýjan aðalmann í hans stað. Láti aðal- eða varamaður í stjórn af starfi hjá því sveitarfélagi sem hann starfaði fyrir þegar kosning fór fram fellur umboð hans niður og á næsta landsþingi er kosinn stjórnarmaður í hans stað.
Stjórnin fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga, sem haldin eru árlega. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er kjörin til fjögurra ára á landsþingi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.