Fara í aðalefni

Þjón­ustu­gátt

Þjónustugátt Sambandsins fór í loftið vorið 2024 og er tilgangur hennar að auka og efla þjónustu við sveitarfélögin og nýta mannauð sambandsins betur. Þjónustugáttinni er ætlað að taka á móti öllum spurningum og fyrirspurnum frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Í gegnum hana er erindum svarað beint í samráði við þá sérfræðinga sem þekkja best til þess málaflokks sem um ræðir. Hægt er að senda tölvupóst á thjonusta@samband.is

Ef um viðkvæmt mál er að ræða þá er hægt að óska eftir að einhver ákveðinn sérfræðingur hafi samband. Einnig er hægt að óska eftir símtali í gegnum þjónustugáttina.