Fara í aðalefni

Í 97. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eru ákvæði um það, að sveitarfélögum sé „heimilt að starfa saman innan staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga er vinni að sameiginlegum hagsmunamálum sveitarfélaganna í hverjum landshluta.“.

Landshlutasamtökin eru átta talsins. Þau eru frjáls samtök sveitarfélaganna og hafa þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Landshlutasamtökin fara með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. Gott samstarf er milli aðila og fulltrúar sambandsins sitja jafnan aðalfundi landshlutasamtakanna og formenn og framkvæmdastjórar þeirra eiga samkvæmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sæti á landsþingum með tillögurétti og málfrelsi. Reglulega eru fundir haldnir með fulltrúum landshlutasamtakanna og stjórn