Menntun og frístund
Grunnskólar
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91 frá 2008 er rekstur almennra grunnskóla á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Þau bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í grunnskólum þeirra, þróun einstakra skóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum grunnskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Þá er þeim skylt að sjá til þess að öll skólaskyld börn njóti skólavistar sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða hefur verið ráðstafað í fóstur til fósturforeldra.
Skólaskylda er að jafnaði tíu ár en getur verið skemmri. Þannig er öllum börnum og unglingum að jafnaði á aldrinum 6–16 ára skylt að sækja grunnskóla.
Skóladagatal | Skólaár | Skjal |
---|---|---|
Grunnskólar | 2023-2024 | Sækja skjal |
Grunnskólar | 2024-2025 | Sækja skjal |
Grunnskólar | 2025-2026 | Sækja skjal |